Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

EM í dag - Fyrstu leikir í milliriðlum

epa08869284 Goalkeeper Yulyia Dumanskaduring of Romania against Heidi Loeke of Norway during the EHF EURO 2020 European Women's Handball preliminary round match between Romania and Norway at Sydbank Arena in Kolding in Denmark, 07 December 2020.  EPA-EFE/CLAUS FISKER DENMARK OUT
 Mynd: EPA-EFE - RITZAU SCANPIX

EM í dag - Fyrstu leikir í milliriðlum

10.12.2020 - 07:50
Evrópumót kvenna í handbolta heldur áfram í dag en frí var hjá keppendum í gær. Í dag er fyrsti leikur í milliriðlum á mótinu og spennan farin að magnast, RÚV sýnir þrjá leiki í dag.

 

Milliriðli eitt:
Það er nánast ómögulegt að spá fyrir um það hvaða lið fara áfram úr milliriðli eitt þar sem spennan er mikil. Rússland og Frakkland taka með sér fjögur stig úr sínum riðlum og eru líkleg til að fara í undanúrslit. Gestgjafarnir hafa þó ekki sagt sitt síðasta og þá er allt eins líklegt að Svíþjóð og Spánn eigi mikið inni. Rússar byrja á að mæta Svartfellingum í riðlinum sem gæti verið erfitt fyrir þær þar sem Svartfellingar hafa átt misjafna leiki á mótinu til þessa, eftir eins marks tap gegn Frökkum í fyrsta leik hafa þær ekki alveg fundið dampinn. Þá mætast Evrópumeistarar Frakka og liðið sem fór í úrslitin á HM kvenna í fyrra, Spánverjar, í hinum leik milliriðils eitt. Frakkar fóru brösulega í gegnum fyrsta leikinn en í síðustu tveimur leikjum hafa þær verið illviðráðanlegar.

Staðan í milliriðli eitt er svona áður en leikar hefjast:
Rússland - 4 stig
Frakkland - 4 stig
Danmörk - 2 stig
Svíþjóð - 1 stig
Spánn - 1 stig
Svartfjallaland - 0 stig

Milliriðill tvö:
Þar eru norsku stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar taldar líklegastar til að fljúga í undanúrslit. Þær hafa leikið vel á mótinu en sýndu þó að þær eru mennskar með því að vera í jöfnum leik við Rúmena lengi vel í lokaleik riðlakeppninnar. Noregur mætir Hollandi í kvöldleiknum í milliriðli eitt en Holland eru ríkjandi heimsmeistarar kvenna í handbolta. Í fyrri leik dagsins í milliriðli tvö mætir Króatía Rúmeníu, sá leikur verður vægast sagt fróðlegur. Þetta króatíska lið hefur komið mörgum á óvart með góðri frammistöðu en fátt benti til þess fyrir mót að liðið yrði á þessum stað á þessum tímapunkti keppninnar, með fjögur stig í milliriðli.

Milliriðill tvö:
Noregur - 4 stig
Króatía - 4 stig
Holland - 2 stig
Þýskaland - 2 stig
Ungverjaland - 0 stig
Rúmenía 0 - stig

Keppni í milliriðlum hefst í dag með fjórum leikjum. Þrír þeirra verða sýndir í beinni á RÚV.
17:15 Svartfjallaland - Rússland (Beint á RÚV 2)
17:15 Króatía - Rúmenía
19:30 Frakkland - Spánn (Beint á ruv.is)
19:30 Holland - Noregur (Beint á RÚV 2)