Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Suðaustlæg átt, slydda eða snjókoma

08.12.2020 - 06:33
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink - Rúv
Í dag er spáð suðaustlægri átt, 3-10 m/s og dálítilli slyddu eða snjókomu með köflum. Rigning verður við suðurströndina, en hægara og yfirleitt bjartviðri eystra. Suðaustan 8-15 og bætir í úrkomu suðvestantil í kvöld. Frost yfirleitt 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands, en frostlaust við suðurströndina.

Gengur í norðaustan 10-18 m/s á morgun, hvassast við suðurströndina og fer að snjóa austanlands, en rigning eða slydda þar um kvöldið og hlýnar í veðri. Skýjað en úrkomulítið í öðrum landshlutum. 

Horfur á landinu næstu daga: Austlægar áttir og úrkoma með köflum, einkum suðaustanlands og hlýnar smám saman.

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir