Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Litakóðakerfið verður kynnt á upplýsingafundinum í dag

Mynd með færslu
 Mynd: Almannavarnir
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11:00 í dag. Þar munu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn fara yfir framgang COVID-19 faraldursins hér á landi. Gestur fundarins verður Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, sérfræðingur hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, en hún mun kynna viðvörunarkerfi vegna COVID-19.

Fundurinn verður sýndur beint í sjónvarpi og verður útvarpað á Rás 2. Hann verður einnig sýndur hér á ruv.is og verður auk þess í beinni textalýsingu. Þá má sjá beina útsendingu frá fundinum á facebook-síðum RÚV og Almannavarna.