
Vonast eftir upplýsingum um uppruna alheims og lífsins
Vísindamenn telja efnið geta gefið vísbendingar um uppruna sólkerfisins því það hafi ekki tekið breytingum frá því það varð til fyrir um 4.6 milljörðum ára. Þó er það ekki nema 0,1 gramm að þyngd.
Miklar umbreytingar hafi hins vegar orðið á efnasamsetningu stærri himinhnatta á borð við jörðina. Sömuleiðis binda vísindamenn vonir við að finna lífrænar agnir sem geti varpað ljósi á uppruna lífs á jörðu.
Hylkið var losað frá geimfarinu í gær þegar það var í 220 þúsund kílómetra fjarlægð frá jörðu. Leit stendur nú yfir að hylkinu í ástölsku eyðimörkinni en það sendir frá sér merki sem eiga að auðvelda leitarmönnum að finna það á svæði sem um 100 ferkílómetrar að stærð.
Að því búnu vinna ástralskir vísindamenn úr efninu sem hylkið ber og loks verður því skipt bróðurlega milli geimferðastofnana Japans og Bandaríkjanna og annarra alþjóðlegra vísindastofnana.
Nokkur hluti efnisins verður loks varðveittur til síðari tíma því búist er við að rannsóknaraðferðum fleyti mjög fram á næstu árum og áratugum.
Hyabusa-2 lagði upp í langferð sína í desember 2014 en heldur nú áfram að hringsóla um sólkerfið við rannsóknir á öðrum smástirnum að minnsta kosti til ársins 2031.