
95 handteknir og 67 lögreglumenn særðir
Frá þessu greinir franski innanríkisráðherrann Gerard Darmanin á Twitter og lýsir yfir fullum stuðningi við aðgerðir lögreglu sem beitti meðal annars táragasi og öflugum vatnsdælum.
Bilan définitif de la journée d’hier :
95 interpellations.
Parmi les blessés, 67 policiers et gendarmes dont 48 à Paris. Je leur apporte tout mon soutien. https://t.co/n3PgzfztPR— Gérald DARMANIN (@GDarmanin) December 6, 2020
Auk þess særðist slökkviliðsmaður í höfuðborginni eftir að hann varð fyrir kasthlut. Bensínsprengju var kastað í einn lögreglumann í borginni Nantes í austurhluta landsins. Kveikt var í bílum og verslunum í París en að sögn lögreglu tóku um fimm þúsund manns þátt í mótmælunum þar. Heimildarmaður innan raða lögreglunnar sem AFP-fréttastofan ræddi við kennir nokkur hundruð manna hópi um átökin í París.
Violent clashes erupted between police and pockets of protesters in Paris, after a day of peaceful marches over a proposed security law
Read the latest: https://t.co/MEBlOORZex pic.twitter.com/837Osp1esV
— BBC News (World) (@BBCWorld) December 6, 2020
Þetta er önnur helgin í röð þar sem mótmælt er nýjum öryggislögum sem takmarka meðal annars mjög upptökur af lögreglufólki við störf sín. Baráttufólk fyrir fjölmiðlafrelsi og mannréttindasamtök segja lögin gera erfiðara um vik að draga lögreglumenn til ábyrgðar fyrir brot í starfi. Nokkrir lögreglumenn náðust í síðasta mánuði á upptöku ganga í skrokk á svörtum manni og beita hann kynþáttaníði.
Þetta vakti mikla reiði í landinu og hefur Emmanuel Macron forseti viðurkennt að ofbeldismenn sé að finna innan raða lögreglu. Draga verði þá til ábyrgðar fyrir brot í starfi. Lögreglumennirnir sem beittu manninn ofbeldi hafa verið ákærðir fyrir atvikið.