Mynd: EPA-EFE - EPA

Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.
Samningaviðræður Breta og ESB halda áfram á morgun
05.12.2020 - 23:22
Samningaviðræður fulltrúa Breta og Evrópasambandsins um viðskiptasamning eftir útgöngu Breta um áramót halda áfram á morgun, sunnudag.
Tilkynning þess efnis barst eftir klukkustundarlangan símafund Boris Johnsson, forsætisráðherra Bretlands og Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjónar ESB, síðdegis í dag.
Í sameiginlegri yfirlýsingu þeirra kemur fram að þrátt fyrir að enn beri talsvert í milli vilji þau að samninganefndir reyni hvað þær geti að leysa þann ágreining. Tíminn gerist naumur en Bretar yfirgefa ESB endanlega um áramót.
Johnson og von der Leyen hyggjast ræða saman á ný á mánudaginn. Í yfirlýsingu leiðtoganna segir að ekki sé fýsilegt að gera samning án þess að leysti verði úr helstu ágreiningsmálunum sem lúta að hvernig fiskveiðum verði háttað, samkeppnisstöðu fyrirtækja og hvernig leysa skuli möguleg deilumál.