
Dómstólasýslan fjallar um mál Jóns Finnbjörnssonar
Fréttablaðið greinir frá þessu í dag og jafnframt að Jón sé eini dómarinn af fjórum, sem dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu taki til, sem ekki hafi fengið nýja skipun við réttinn.
„Málið varðar ekki aðeins starfsemi Landsréttar heldur einnig viðkvæm persónuleg málefni þess dómara sem í hlut á,“ segir í svari Sigurðar Tómasar til blaðsins. Jón sé enn í því launaða leyfi sem allir dómararnir fjórir tóku sér eftir að fyrri dómur Mannréttindadómstólsins var kveðinn upp í mars í fyrra.
Sjálfstæði dómsvaldsins sem tryggt sé í stjórnarskrá verði til þess að ekki sé hægt að skipa dómurum að taka leyfi eða leysa þá frá embætti nema með dómi.
Í Fréttablaðinu er fullyrt að Jón gæti átt á brattann að sækja um nýja skipun við réttinn þar sem hann lenti í 30. sæti af 33 í mati dómnefndar þegar upphaflega var í hann skipað.