Chelsea á toppnum eftir sigur gegn nýliðunum

epa08865179 Chelsea's Olivier Giroud (C) scores the 1-1 during the English Premier League soccer match between Chelsea FC and Leeds United in London, Britain, 05 December 2020.  EPA-EFE/Daniel Leal-Olivas / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - AFP POOL

Chelsea á toppnum eftir sigur gegn nýliðunum

05.12.2020 - 22:00
Chelsea er komið á topp ensku deildarinnar eftir 3-1 sigur á Leeds. Leikurinn var afar opinn og skemmtilegur og bæði lið fengu fjölmörg tækifæri til að bæta við mörkum.

Nýliðar Leeds voru mættir til Lundúna í kvöld til að mæta Chelsea í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni fyrir framan 2.000 áhorfendur á Stamford Bridge. Í liði Chelsea vakti athygli að franski sóknarmaðurinn Oliver Giroud var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn á þessu tímabili, en Frakkinn skoraði fjögur mörk í sigri Chelsea á Sevilla í Meistaradeild Evrópu í vikunni.

Leikurinn fór afar vel af stað og strax á 2. mínútu fékk lið Chelsea tvö ágætis færi til að ná forystunni. En á 4. mínútu var komið að Leeds að sækja, Kalvin Philips átti þá hárnákvæma sendingu inn fyrir vörn Chelsea þar sem Patrick Bamford kom á harðaspretti og plataði Mendy í markinu og renndi boltanum í netið til að koma gestunum yfir.

Á 10. mínútu fékk Timo Werner eitt af betri færum tímabilsins, hann stóð nánast á marklínunni þegar boltinn barst til hans en náði að bægja boltanum frá markinu áður en hann náði að skjóta í slánna. Á 27. mínútu kom jöfnunarmark Chelsea þegar Reece James átti frábæra fyrirgjöf og Oliver Giroud var fyrstur til að átta sig og jafnaði fyrir Chelsea. Mörkin urðu ekki fleiri í hálfleik en þá höfðu bæði lið þurft að gera breytingar á liðum sínum vegna meiðsla. 

Bæði lið fengu ágætis tækifæri til að skora í seinni hálfleik og eftir rúmlega klukkutíma leik var komið að þriðja markinu þegar Kurt Zouma skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Liðin héldu áfram að sækja eftir markið þar sem Leeds sóttist eftir jöfnunarmarki á meðan að Chelsea beitti öflugum skyndisóknum og freistuðust til að gulltryggja sigurinn. Það var einmitt eftir skyndisókn í uppbótartíma sem Timo Werner slapp í gegn og renndi boltanum á Christian Pulisic sem skoraði þriðja mark Chelsea. 

Með sigrinum fer Chelsea á topp ensku deildarinnar en á morgun geta bæði Liverpool og Tottenham hirt toppsætið af þeim. Leeds er í 13. sæti deildarinnar.