Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Samskiptastjóri Hvíta hússins kveður

Mynd með færslu
 Mynd: White House
Alyssa Farah samskiptastjóri Hvíta hússins tilkynnti afsögn sína í dag. „Að loknum þremur og hálfu stórkostlegu ári kveð ég Hvíta húsið til að mæta nýjum tækifærum,“ segir Farah í yfirlýsingu.

Farah var talskona Joes Biden á tíma hans sem varaforseti og þar áður starfaði hún í varnarmálaráðuneytinu. Hún hefur lítið látið fyrir sér fara eftir kosningarnar 3. nóvember síðastliðinn en kveðst stolt yfir þeim árangri sem náðst hafi við að gera Bandaríkin öflugri og öruggari undanfarin ár.

Eftir því var tekið að Farah nefndi Donald Trump Bandaríkjaforseta hvergi í yfirlýsingu sinni, né heldur ásakanir hans um brögð í tafli við forsetakosningarnar. Kayleigh McEnany talskona Hvíta hússins hefur á hinn bóginn stutt fullyrðingar forsetans með ráðum og dáð undanfarnar vikur.