Frábær byrjun Dana á heimavelli

Mynd: EPA-EFE / RITZAU SCANPIX

Frábær byrjun Dana á heimavelli

04.12.2020 - 21:10
Danmörk fór vel af stað á heimavelli í fyrsta leik sínum á Evrópumóti kvenna í handbolta. Leikið var í Herning og fyrstu mótherjar liðsins var lið Slóvena. Eftir frábæra byrjun komst slóvenska liðið aldrei nálægt danska liðinu sem vann sjö marka sigur.

Jesper Jensen er á sínu fyrsta stórmóti með danska liðið og það var ljóst að planið var að byrja sterkt og byggja ofan á það. Sú varð hins vegar ekki raunin og slóvenska liðið hélt í við heimakonur allt þar til Trine Jensen kom Dönum í 8-4 á 10. mínútu leiksins.

Danir leiddu mest með fimm mörkum í fyrri hálfleik en þrjú mörk undir lokin frá Slóveníu gerðu það að verkum að munurinn í hálfleik var einungis tvö mörk 14-12.

Í seinni hálfleik var boðið upp á markaveislu og góðan handbolta. Fyrstu tíu mínúturnar voru skoruð 12 mörk og var það nánast sitt á hvað milli liðanna. Mette Tranborg kom Dönum í góð mál þegar hún skoraði mark og kom liðinu í 22-18 þegar tuttugu mínútur voru eftir. Eftir þetta hægðist á örlítið á markaskoruninni en þegar Sandra Toft varði frá Maju Svetik úr vinstra horninu í sem hefði komið þeim fjórum mörkum frá Dönum var orðið nokkuð ljóst hvar sigurinn myndi enda. Danir unnu að lokum 30-23 í leik þar sem Lerke Nolsoe Pedersen var markahæst með 6 mörk.