
Brexit-viðræður á ís
Frá þessu greindu David Frost, aðalsamningamaður Breta, og Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB á Twitter. Samningafundur hafa farið fram í Lundúnum í viku sem enn hafa ekki skilað árangri.
Here is a statement from myself and @MichelBarnier about the state of play in our negotiations. pic.twitter.com/P5Uhg7RQUz
— David Frost (@DavidGHFrost) December 4, 2020
After one week of intense negotiations in London, together with @DavidGHFrost, we agreed today that the conditions for an agreement are not met, due to significant divergences on level playing field, governance and fisheries.
— Michel Barnier (@MichelBarnier) December 4, 2020
Barnier segir að „mikið standi á milli“ í viðræðunum. Forseti Evrópuráðsins Ursula Von Der Leyen og Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands eiga símafund á morgun þar sem þau fara yfir stöðu mála.
Samkvæmt háttsettum heimildarmanni breska ríkisútvarpsins BBC innan bresku stjórnarinnar sýna þessar yfirlýsingar samningamannanna hve langt er í landi í viðræðunum.
Fari svo að ekki náist samningar milli Bretlands og ESB munu viðskipti milli landsins og sambandsins fara fram á grundvelli reglna Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar WTO. Það felur í sér að tollar verða lagðir á vörur fluttar milli Bretlands og ESB-ríkja.