Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Barein annað ríkið sem leyfir bóluefni Pfizer

04.12.2020 - 21:33
epa08853138 A handout photo made available on 30 November 2020 by pharmaceutical company Pfizer shows vials of Covid-19 vaccine in an undisclosed laboratory on16 November 2020. According to reports Pfizer and German pharmaceutical company BioNTech have asked the US Federal Drug Administration for an Emergency Use Authorization to begin distributing the vaccine. The FDA is scheduled to consider the request on 10 December 2020.  EPA-EFE/PFIZER HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - PFIZER
Konungsríkið Barein við Persaflóa hefur veitt neyðarheimild til notkunar á bóluefni Pfizer og BioNTech gegn COVID-19. Það er því er annað ríki heims á eftir Bretlandi til að leyfa notkun þess.

Frá þessu greinir ríkisfjölmiðill Barein.

Heimildin var veitt eftir að heilsueftirlitsstofnun landsins NHRA framkvæmdi rannsókn á bóluefninu og komst að þeirri niðurstöðu að notkun þess væri örugg. Ekki er vitað hve mikið magn af bóluefninu Barein hefur keypt eða hvenær bólusetningar hefjast þar í landi.

Framkvæmdastjóri Pfizer á Persaflóasvæðinu segir leyfisveitinguna marka tímamót í baráttunni gegn COVID-19 og þakkaði eftirlitsstofnuninni fyrir að gera ítarlega rannsókn á bóluefninu og grípa til aðgerða til að vernda þegna Barein.