Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Aðgerðir og úrræði þurfa að virka þvert á greinar

04.12.2020 - 05:24
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Konráð S. Guðjónsson aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir að ef tryggja eigi að atvinnulífið nái kröftugri viðspyrnu þegar bóluefni nær útbreiðslu þurfi aðgerðir og úrræði að virka þvert á atvinnugreinar.

Fréttablaðið hefur eftir Konráði í dag Kórónuveirukreppan virðist jafnt og fjármálakreppan hafa slæm og víðtæk áhrif á umsvif annarra atvinnugreina en ferðaþjónustu og fjármálageirann.

Konráð segir í samtali við blaðið að víðtæk áhrif kórónuveirukreppunnar sjáist í tölum um fjölda starfandi, að fyrir utan hið opinbera hafi aðeins orðið fjölgun í veitustarfsemi.

Áhrif beggja kreppa á hagkerfið séu lík að vissu leyti, samdráttur sé í svipuðum fjölda atvinnugreina og viðlíka mikill eða um tuttugu af hundraði í báðum tilfellum.

„Engu að síður eru að sumu leyti ólíkar atvinnugreinar sem upplifa nú samdrátt, en bæði þá og nú bitnar kreppan illa á meirhluta atvinnugreina,“ segir Konráð S. Guðjónsson í Fréttablaðinu í dag.