
Talnaröð í lottói vekur grunsemdir um svikabrögð
Talnaspekingar segja jafnmiklar líkur á að talnaröð af þessu tagi komi upp og hver önnur. Tuttugu reyndust hafa allar tölur réttar, auk ofurtölu, og fær hvert þeirra 5,7 milljónir randa í sinn hlut eða sem nemur tæpum 48 milljónum íslenskra króna.
Auk þess voru 79 til viðbótar með allar fimm tölur kvöldsins réttar en hafa öllu minna upp úr krafsinu. Aðstandendur lottósins, National Lotteries Commission, segja mjög algengt að fólk velji talnarunur á borð við þá sem kom upp á þriðjudagskvöldið en afar sjaldgæft sé að margir deili með sér vinningi.
Líkurnar á að hljóta vinning í suður-afríska lottóinu eru sagðar einn á móti 42.375.200. Ásakanir um að svik séu í tafli hafa orðið til þess að útdráttur þriðjudagskvöldsins er nú til rannsóknar að sögn Ndivhuho Mafela, talsmanns lottósins.