
Ólafur Helgi boðaður til yfirheyrslu
Fréttablaðið greinir frá þessu í dag en segist ekki hafa ekki staðfestar heimildir fyrir sakarefninu. Þó hafi blaðið heimildir fyrir því að starfsmenn hafi verið kallaðar á fund lögreglustjóra í haust til að ræða meint trúnaðarbrot.
Það snúi að hluta til að birtingu bréfs sem Ólafur Helgi sendi dómsmálaráðuneytinu í sumar þar sem hann fer fram á að veikindaleyfi yfirmanna við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum verði skoðuð nánar.
Fréttablaðið rifjar upp samskiptaörðugleika innan embættisins í sumar, og að aðstoðarsaksóknari, mannauðsstjóri og yfirlögfræðingur fóru í veikindaleyfi eftir kvörtun tveggja starfsmanna vegna eineltis.
Þeim ásökunum hafi yfirmennirnir alfarið neitað. Ólafur Helgi, sem lét af störfum á Suðurnesjum í ágúst, tjáði sig ekki um málið við Fréttablaðið þegar þess var farið á leit.