Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Austureyjargöngin í Færeyjum opnuð fyrir jól

03.12.2020 - 02:14
Mynd með færslu
Skipanes á Austurey.  Mynd: Vincent van Zeijst - Wikimedia/Creative Commons
Búist er við að 11 kílómetra löng göng sem tengja Þórshöfn í Færeyjum við Austurey verði tekin í notkun fyrir jól. Fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir að þessari umfangsmiklu framkvæmd lyki í upphafi árs 2021.

Framkvæmdir hófust árið 2017 en göngin stytta akstursleiðina úr 55 kílómetrum í 17. Gangnagerðin er fjármögnuð með vegtollum.

Nú er verið að leggja lokahönd á göngin, þar á meðal er unnið að uppsetningu höggmyndar eftir þann víðfræga listamann Trónd Patursson á hringtorgi sem skiptir veginum í tvær áttir. Verkið er áttatíu metra hátt, fagurlega skreytt ljósum.