
Óveður gengu yfir landið í tvígang í mánuðinum, fyrst í byrjun hans, dagana 4. og 5. nóvember og aftur í lok mánaðar, dagana 26. og 27 nóvember.
Mesta frost sem mældist í mánuðinum var á Grímsstöðum á Fjöllum þann 18. nóvember. Þá mældist 21,3 gráðu frost. Hæsti hiti sem mældist í mánuðinum 20,4 stig á Kvískerjum þann 4.nóvember.
Meðalhiti í Reykjavík var 1,9 stig í nóvember sem er 0,7 stigum yfir meðaltali áranna 1961-1990, en 0,7 stigum undir meðaltali seinustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn ein gráða sem er 1,4 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 0,3 stigum yfir meðaltali seinustu tíu ára.
Meðalhiti var hæstur á Dalatanga og mældist meðalhiti þar 4,3 stig sem er 0,9 stigum hærra en meðaltal seinustu tíu ára og 2,5 stigum hærra en árin 1961-1990.
Úrkoma var heldur meiri en Reykjavík en meðaltal áranna 1961-1990. Rúmlega 80 mm úrkoma var í reykjavík, en tæpir 54 mm á Akureyri, tæpir 57 í Stykkishólmi og 134 á Höfn í Hornafirði