Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Mikið tjón í hamförum í Víetnam

02.12.2020 - 08:26
Erlent · Asía · Víetnam
epa08783802 People search for victims after a landslide in Tra Leng commune, in Quang Nam province, Vietnam, 29 October 2020. According to local media reports, at least 13 people have been killed and dozens are missing after torrential rains from Typhoon Molave triggered landslides in parts of central Vietnam.  EPA-EFE/STR
Hermenn við leit eftir að aurskriða féll á þorp í Quang Nam-héraði í Víetnam í október. Mynd: EPA-EFE - EPA
Hamfarir og kórónuveirufaraldurinn hafa bitnað harkalega á efnahag Víetnam á þessu ári. Ferðaþjónustan hefur hrunið eins og víðast hvar annars staðar, en níu fellibyljir og tvær öflugar lægðir til viðbótar á undanförnum tveimur mánuðum hafa gert illt verra.

Minnst 192 fórust í þeim hamförum, en 57 er enn saknað. Tjón í hamförunum er metið á jafnvirði um 170 milljarða króna. Til samanburðar fórust 132 í náttúruhamförum í Víetnam allt árið í fyrra.