Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Litlar sveiflur í fylgi flokka en ríkisstjórnin bætir í

02.12.2020 - 23:09
Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot - RÚV
Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkur landsins með tuttugu og fjögurra prósenta fylgi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Helsta breytingin á fylgi flokka frá síðustu mælingu er sú að fylgi Viðreisnar minnkar um nær tvö prósentustig, en tæplega tíu prósent segjast myndu kjósa flokkinn færu kosningar til Alþingis fram nú.

Litlar breytingar eru á fylgi annarra flokka, eða á bilinu 0,1-1,3 prósentustig. Stuðningur við ríkisstjórnina eykst um þrjú prósentustig samkvæmt könnunninni. Tveir af hverjum fimm sem tóku afstöðu segjast styðja stjórnina. 

Tæplega 24 prósent segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, liðlega 17 prósent Samfylkinguna, rösklega 12 prósent Pírata, nær 12 prósent Vinstri græn, um 9 prósent Miðflokkinn, tæplega 9 prósent Framsóknarflokkinn, liðlega 4 prósent Flokk fólksins og næstum 4 prósent Sósíalistaflokkinn. Ríflega 13 prósent taka ekki afstöðu eða vilja ekki gefa hana upp og rösklega 7 prósent segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa.

Fylgi flokka í Þjóðarpúlsi Gallup

Þjóðarpúls Gallup 2. desember 2020 samanborið við síðasta Þjóðarpúls og kosningaúrslit 2017.

Sjálfstæðisfl.
Kosningar
25,3%
2. nóvember
23,5%
2. desember
23,7%
Samfylkingin
12,1%
15,8%
17,1%
Píratar
9,2%
12,1%
12,4%
Vinstri græn
16,9%
11,9%
11,8%
Viðreisn
6,7%
11,6%
9,7%
Miðflokkurinn
10,9%
9,9%
8,8%
Framsóknarfl.
10,7%
7,7%
8,6%
Fl. fólksins
6,9%
4,5%
4,1%
Sósialistafl.
0%
2,7%
3,7%

Heimild: Netkönnun sem Gallup gerði dagana 2. október til 30. nóvember 2020. Heildarúrtaksstærð var 9.351 og þátttökuhlutfall var 53,6%. Vikmörk á fylgi við flokka eru 0,6-1,3%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.

Könnunin var gerð dagana 2. til 30. nóvember. Heildarúrtaksstærðin var 9.351 og þátttökuglutfall var 53,6 prósent. Spurt var:

Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?

En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu?

Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna? Styður þú ríkisstjórnina?