Valery Giscard d'Estaing fyrrverandi forseti Frakklands lést í dag 94 ára að aldri. Hann var kjörinn í embætti árið 1974 og hóf þegar að beita sér fyrir margvíslegum umbótum.
Hann stóð fyrir því að þungunarrof væri leyft í landinu, breytti viðhorfi til til skilnaða og lækkaði kosningaaldur í átján ár. Hann laut í lægra haldi í forsetakosningunum 1981 sem urðu honum mikil vonbrigði því hann taldi sig mörgu eiga ólokið.
Valery Giscard d'Estaing settist á Evrópuþingið 1989 og sat þar í fjögur ár og stýrði gerð Stjórnarskrársáttmála Evrópsambandsins 2001. Þremur árum síðar settist hann í helgan stein.
Forsetinn fyrrverandi skemmti sér við ritun spennusagna síðust árin. Valery Giscard d'Estaing kvæntist Anne-Aymone de Brantes árið 1952 og varð þeim fjögurra barna auðið.