Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Giscard d'Estaing fyrrverandi Frakklandsforseti látinn

02.12.2020 - 23:44
epa08858212 (FILE) Former French president Valery Giscard d'Estaing arrives at the chapel for the church ceremony for former French politician and president of the 'Cour des Comptes' (France's public finance watchdog committee), Philippe Seguin, at Invalides in Paris, France, 11 January 2010 (reissued 02 December 2020). According to reports on 02 December 2020, Former French president Valery Giscard d'Estaing has died at the age of 94.  EPA-EFE/IAN LANGSDON
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Valery Giscard d'Estaing fyrrverandi forseti Frakklands lést í dag 94 ára að aldri. Hann var kjörinn í embætti árið 1974 og hóf þegar að beita sér fyrir margvíslegum umbótum.

Hann stóð fyrir því að þungunarrof væri leyft í landinu, breytti viðhorfi til til skilnaða og lækkaði kosningaaldur í átján ár. Hann laut í lægra haldi í forsetakosningunum 1981 sem urðu honum mikil vonbrigði því hann taldi sig mörgu eiga ólokið.

Valery Giscard d'Estaing settist á Evrópuþingið 1989 og sat þar í fjögur ár og stýrði gerð Stjórnarskrársáttmála Evrópsambandsins 2001. Þremur árum síðar settist hann í helgan stein.

Forsetinn fyrrverandi skemmti sér við ritun spennusagna síðust árin. Valery Giscard d'Estaing kvæntist Anne-Aymone de Brantes árið 1952 og varð þeim fjögurra barna auðið.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV