Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Skógar Amazon minnka stöðugt

01.12.2020 - 10:48
epa07891387 A forest fire rages in the town of Porto Velho, state of Rondonia, Amazonia, Brazil, 09 September 2019 (issued on 03 October 2019). Generations of Xikrin have fought the growing deforestation in the region. An area the size of over 1,300 soccer pitches have been destroyed in the first seven months of 2019, a 155 percent increase on 2019, according to the Brazilian Naitonal Institute for Space Research (INPE).  EPA-EFE/Fernando Bizerra
Mikill skógur eyddist í eldi á Amazon-svæðinu í haust. Mynd: EPA-EFE - EFE
Eyðing skógar á Amazonsvæði Brasilíu jókst um 9,5 prósent á einu ári frá ágúst 2019 til júlí 2020. Þetta kemur fram í nýjum upplýsingum frá brasilísku geimvísindastofnunni Inpe sem byggir niðurstöðu sína á gervitunglamyndum.

Samkvæmt stofnuninni nam eyðing skógar á Amazonsvæðinu á fyrrnefndu tímabili ríflega 11.000 ferkílómetrum.

Þetta þýðir að Brasilíumenn eru enn fjarri því að ná þeim markmiðum sem sett voru í lögum árið 2009 um viðbrögð við loftslagsbreytingum sem miðuðu að því að eyðing skógar á Amazon svæðinu færi ekki yfir 3.900 ferkílómetra á ári.