Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Sigur Bidens staðfestur í Arizona og Wisconsin

epa08806796 President-elect Joe Biden speaks during a celebratory event held outside of the Chase Center in Wilmington, Delaware, USA, 07 November 2020. Major news organizations have called the US presidential election 2020 for democrat Joe Biden, defeating incumbent US President Donald J. Trump.  EPA-EFE/ANDREW HARNIK / POOL
Joe Biden fagnar eftir að hann var lýstur sigurvegari kosninganna. Mynd: EPA-EFE - AP POOL
Stjórnvöld í Arizona og Wisconsin í Bandaríkjunum staðfestu í dag með formlegum hætti sigur Joes Bidens í forsetakosningunum 3. nóvember síðastliðinn og þar með að kjörmenn ríkjanna, 11 frá Arizona og 10 frá Wisconsin, muni greiða honum atkvæði sín þegar kjörmenn allra 50 ríkja hittast til að ganga formlega frá kjöri nýs Bandaríkjaforseta hinn 14. þessa mánaðar.

Munurinn var lítill í báðum ríkjum; aðeins munaði 11.000 atkvæðum í Arizona en um 20.600 í Wisconsin. Trump sigraði í báðum þessum ríkjum í kosningunum 2016, og lögfræðingateymi hans og kjörstjórnar hans hafa höfðað fjölda mála til að freista þess að fá úrslitunum í þessum kosningum hnekkt, en án árangurs.

Sama gildir um samskonar tilraunir þeirra í fleiri ríkjum sem Trump tapaði í hendur Bidens, svo sem Pennsylvaníu og Michigan, sem staðfestu sigur Bidens í liðinni viku.