Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Nokkur útköll vegna foktjóns

01.12.2020 - 20:07
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi voru kallaðar út á áttunda tímanum vegna foktjóns. Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að útköllin séu um tíu. Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs um mestallt land.

Tilkynningar hafa borist um fok á þaklæðningum á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi, sem og fok á lausamunum og jólaskrauti. Björgunarsveitarfólk er á leið á vettvang til að sinna þessum útköllum.