„Ég heiti Elliott. Mér finnst ég heppinn að fá að skrifa þetta,“ segir Elliott í upphafi færslunnar. Hann biður aðdáendur og fjölmiðla um að sýna sér þolinmæði því þó því fylgi hamingja að koma út úr skápnum þá sé gleðin líka viðkvæm á þessu stigi. „Sannleikurinn er sá að þrátt fyrir að ég sé afar hamingjusamur og meðvitaður um þau forréttindi sem nýt, þá er ég líka hræddur.“
Elliott hafði áður komið út úr skápnum sem lesbía og verið ötull í mannréttindabaráttu hinsegin fólks. Hann lofar að halda þeirri baráttu áfram fyrir hinsegin- og ekki síst trans fólk sem verður fyrir miklum fordómum, áreitni og ofbeldi víða um heim.