Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Holtavörðuheiðin lokuð

01.12.2020 - 20:18
Mynd með færslu
 Mynd: Elsa María Guðlaugs Drífudót - RÚV
Vegagerðin hefur ákveðið að loka fyrir umferð um Holtavörðuheiðina en þar hafa bílar verið að festast á veginum í kvöld. Gular viðvaranir eru í gildi fyrir stærstan hluta landsins og ekkert ferðaveður að sögn Veðurstofunnar.

Frá þessu greinir Vegagerðin á Twitter og bendir á hjáleiðir um Laxárdalsheiði, Skógarströnd og Heydal.

Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi vegna veðurofsans en þakplötur og lausamunir hafa fokið á nokkrum stöðum.