Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Þúsundir flýja eldgos í Indónesíu

30.11.2020 - 10:13
Erlent · Asía
epa08850721 A handout photo made available by Indonesian National Board for Disaster Management (BNPB) shows mount Ili Lewotolok spews hot volcanic ash into the air during an eruption in Lembata, East Nusa Tenggara, Indonesia, 29 November 2020. The ash cloud out of Mount Ili Lewotolok was reported to have reached a height of 4000 m, and around 900 people have been evacuated.  EPA-EFE/BNPB HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Mynd sem tekin var af eldfjallinu Ili Lewotolok í gær. Mynd: EPA-EFE - BNPB
Þúsundir hafa flúið heimkynni sín eftir að eldgos hófst á ný í fjallinu Ili Lewotolok, sem er á eynni Lembata í austanverðri Indónesíu. Um 4.400 íbúar í nágrenni fjallsins hafa forðað sér í öruggt skjól, en ekki er vitað til að neinn hafi sakað.

Yfirvöld hafa hvatt íbúa til að halda sig í að minnsta kosti fjögurra kílómetra fjarlægð frá fjallinu og vera með grímur vegna ösku í andrúmsloftinu. Þá hafa þau varað við hættu á hraunelfum úr fjallinu. Síðast hófst gos í fjallinu fyrir þremur árum.
 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV