Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Samdrátturinn hvergi meiri í Evrópu en á Íslandi

30.11.2020 - 17:57
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Ljósmynd
Ferðaþjónustan á Íslandi hrundi þegar kórónuveirufaraldurinn byrjaði í lok febrúar. Hún hefur ekki náð sér aftur á strik. Því hefur lands-framleiðsla minnkað mikið á árinu. Samdrátturinn er hvergi meiri í Evrópu en hér á landi.

Katrín Ólafsdóttir kennir hagfræði í Háskólanum í Reykjavík. Hún segir að kórónuveirufaraldurinn geti orðið erfiðari fyrir efnahag landsins en bankahrunið.

„Í raun hvarf ferðaþjónustan á fyrsta ársfjórðungi og hefur ekki náð sér á strik síðan,“ segir Katrín.

Ferðaþjónustan er mjög stór hluti af íslenskum efnahag. Stærri en í flestum öðrum ríkjum Evrópu nema Portúgal og Grikklandi. Það er skýringin á því að samdrátturinn er mestur hér á landi, segir Katrín.

Í Bretlandi er líka mikill samdráttur. Fjármálaráðherra Bretlands segir að þetta sé versta kreppa sem komið hefur í landinu í 300 ár. Á Íslandi eru ekki til tölur um efnahaginn svo langt aftur í tímann. Katrín segir að síðasta kreppa hér á landi, sem varð eftir bankahrunið árið 2008, hafi verið mjög djúp. Kórónuveirufaraldurinn sé þó harðara högg en bankahrunið. „Við verðum að sjá hvort það verður stærra en hrunið. Það eru líkur á því en við verðum að bíða og sjá hvernig þetta þróast,“ segir Katrín.

Lausnin á kórónukreppunni er einföld, bóluefni. Katrín segir að bóluefnið sé lykilatriðið. Enn er þó óvissa um margt sem tengist því. „Hvenær það kemur og hvenær við förum aftur stað. Og líka hvernig aðrir bregðast við. Þótt það sé búið að bólusetja er kannski ekki víst að fólk sé tilbúið að ferðast strax,“ segir Katrín Ólafsdóttir að lokum.

annathr's picture
Anna Sigríður Þráinsdóttir
málfarsráðunautur