Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Hótel kært fyrir brot á sóttvarnarlögum

Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Lögreglan á Suðurlandi hafði afskipti af gestum hótels á Suðurlandi um helgina vegna meints brots á sóttvarnarlögum. Hótelið hefur verið kært fyrir vegna málsins.

Þetta kemur fram í vikuyfirliti lögreglunnar á Suðurlandi.

Þar segir að gestirnir hafi komið sér fyrir í salnum með „eigin veitingar“ og var hólfun ekki viðunandi og fjöldatakmarkanir ekki virtar. Lögreglan vill ekki gefa upp hvaða hótel er um að ræða.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV