Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Búið að slökkva eldinn í bátnum við Grandagarð

30.11.2020 - 01:23
Eldur í bátnum Rexa við Grandagarð í Reykjavíkurhöfn, 29.11. 2020
 Mynd: Slökkviliðið á höfuðborgar
Slökkvistörfum er lokið í eikarbátnum Rexa, sem liggur við Grandagarð í Reykjavíkurhöfn. Slökkviliði barst tilkynning um eldinn klukkan 23.20 og var þá mannskapur af tveimur stöðvum sendur á vettvang. Eldurinn reyndist ekki mikill, slökkvistörf gengu greiðlega og lauk á fyrsta tímanum í nótt.

Báturinn lá utan á öðrum eikarbáti, sem skemmdist ekki í eldinum. Eldsupptök eru ókunn en lögregla rannsakar málið. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV