Slökkvistörfum er lokið í eikarbátnum Rexa, sem liggur við Grandagarð í Reykjavíkurhöfn. Slökkviliði barst tilkynning um eldinn klukkan 23.20 og var þá mannskapur af tveimur stöðvum sendur á vettvang. Eldurinn reyndist ekki mikill, slökkvistörf gengu greiðlega og lauk á fyrsta tímanum í nótt.