„Ég náði 200 fuglategundum á sirka tveimur árum.“
Landinn slæst í för með Mikael í þætti kvöldsins kl.19.50
Flækingsfuglar berast til landsins með haustlægðum
Mikael er á ferð með pabba sínum, Sigurði Ægissyni. Feðgarnir búa á Siglufirði og hika ekki við að aka landið á enda til að bæta við fugli á listann. Þennan daginn voru þeir lagðir af stað um klukkan hálf sjö um morgun. „Það eru kröftugar lægðir sem hafa verið undanfarið, kemur alltaf með kröftugum lægðum, allir fuglar – eða flestir og það er bara að vona að við finnum eitthvað,“ segir Mikael.
Ertu tilbúinn að hætta öllu sem þú ert að gera og hætta við það sem þú hefur hugsað þér að gera til að bæta við fugli á listann? „Já, bruna bara af stað, allan daginn,“ segir Mikael.
Auk þess að slást í för með feðgunum Mikael og Sigurði kynnir Landinn sér tilraunir með sinnepsræktun, hittir vini sem búa til súkkulaði, málar á kerti og fer í rafræna messu.