Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Þyrla Gæslunnar er orðin útkallshæf á ný

Mynd með færslu
 Mynd: Landhelgisgæslan
Reglubundinni skoðun á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, lauk í kvöld. Flugvirkjar Landhelgisgæslunnar hafa unnið við skoðun vélarinnar um helgina og viðhaldsvinnunni lauk á níunda tímanum í kvöld.

 Þyrlan er því orðin útkallshæf á ný.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Engin björgunarþyrla var til taks frá fimmtudegi og þangað til núna. 

Flugvirkjar Gæslunnar sneru til starfa í gærmorgun eftir að Alþingi samþykkti lög á verkfall þeirra í fyrradag, en það hafði þá staðið yfir í þrjár vikur eða frá 6. nóvember. Landhelgisgæslan hefur yfir tveimur öðrum þyrlum að ráða; TF-LIF og TF-EIR, en vegna verkfallsins hafði lítilli viðhaldsvinnu verið sinnt á þeim og þær því ekki í flughæfu ástandi.