Víti í uppbótartíma kostaði Liverpool sigurinn

epa08848579 Pascal Gross of Brighton celebrates with team mates after scoring a penalty goal during the English Premier League soccer match between Brighton Hove Albion and Liverpool FC in Brighton, Britain, 28 November 2020.  EPA-EFE/Kirsty Wigglesworth / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - AP POOL

Víti í uppbótartíma kostaði Liverpool sigurinn

28.11.2020 - 14:35
Allt stefndi í sigur Liverpool gegn Brighton í dag en víti í uppbótartíma tryggði Brighton eitt stig. Tvö mörk voru dæmd af Liverpool í dag og liðið fékk einnig tvær vítaspyrnur dæmdar á sig.

Fyrsti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta fór fram í Brighton í hádeginu. Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var verulega ósáttur við leiktímann og segist ekki skilja hvers vegna lið sem leika í Meistaradeild Evrópu í miðri viku séu látin spila hádegisleiki á laugardögum. Fjölmarga fastamenn vantaði í byrjunarlið Liverpool vegna meiðsla en liðið tapaði einmitt síðasta leik sínum sem var gegn Atalanta í Meistaradeild Evrópu. Klopp gat þó fagnað að Mo Salah var orðinn leikfær eftir að hafa jafnað sig á COVID-19 smiti og hann var því í byrjunarliði liðsins í dag. Sadio Mane var hins vegar hvíldur og byrjaði á varamannabekk Liverpool. Lið Brighton var án Alexis Mac Allister en hann greindist nýverið með COVID-19. Þá var Tariq Lamptey ekki með Brighton í dag sökum leikbanns. 

Á 20. mínútu braut Neco Williams klaufalega á Aaron Connolly innan vítateigs og Brighton fékk því víti. Neal Maupey tók vítið en skaut framhjá og mistókst því að koma Brighton í kjörstöðu á að vinna sinn fyrsta sigur gegn Liverpool síðan árið 1984. Þetta reyndist einnig síðasta aðkoma Maupey í leiknum en tveimur mínútum eftir að hafa skotið framhjá úr vítinu þurfti hann að fara af velli vegna meiðsla. Á 33. mínútu átti Roberto Firmino afskaplega góða sendingu á Mo Salah sem skoraði fyrsta mark leiksins. Eftir miklar vangaveltur var markið hins vegar dæmt af vegna rangstöðu. 

Liverpool skoraði svo aftur á 60. mínútu og nú var markið fullkomlega löglegt. Diogo Jota átti þá gott skot að marki Brighton sem hafnaði í netinu. Liverpool virtist vera að tryggja sér sigurinn með marki frá Sadio Mane á 84. mínútu en hann hafði komið inn á sem varamaður fyrr í leiknum. Markið fékk ekki að standa og var dæmt af vegna rangstöðu. 

Í uppbótartíma fékk Brighton aftur víti eftir að Robertson braut á Danny Welbeck innan vítateigs. Pascal Gross tók vítið og skoraði örugglega og tryggði Brighton eitt stig.