Leeds aftur á sigurbraut

epa08849789 Raphinha (C) of Leeds reacts after scoring a goal during the English Premier League soccer match between Everton FC and Leeds United in Liverpool, Britain, 28 November 2020.  EPA-EFE/Peter Powell / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Leeds aftur á sigurbraut

28.11.2020 - 19:57
Nýliðar Leeds unnu mikilvægan sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Bæði lið fengu fjölmörg færi til að skora en Raphina skoraði eina mark leiksins á 79. mínútu leiksins. Gylfi Sigurðsson var á varamannabekk Everton í dag og kom ekki inn á.

Báðir helstu bakverðir Everton voru meiddir og því ekki með liðinu í dag. Carlo Ancelotti stillti því upp þremur miðvörðum og spilaði með Tom Davies og Alex Iwobi sem vængbakverði. Bæði lið virtust ákveðin í að sækja og sköpuðu sér fín færi. Leeds áttu sérstaklega hættulegar sóknir í fyrri hálfleik en Jordan Pickford, markvörður Everton var þá vel á verði í markinu. Rétt fyrir hálfleik skoruðu Everton en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Í næstu sókn átti Leeds þrumuskot í stöngina. Staðan var því markalaus í hálfleik. 

Seinni hálfleikur fór fram með svipuðu sniði. Bæði lið sóttu og áttu fjölmargar marktilraunir án þess þó að skora. Leeds komst nálægt því á 67. mínútu en mark Patrick Bamford var dæmt af. Rúmlega 10 mínútum fyrir leikslok náði Raphinha að skora fyrir Leeds með góðu skoti og reyndist það vera eina mark leiksins. 

Sigurinn kemur Leeds aftur á beinu brautina en liðið var án sigurs í síðustu þremur leikjum sínum. Everton hefur að sama skapi tapað síðustu fjórum af síðustu fimm leikjum sínum.