Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér yfirlýsingu um mál þremenninga sem voru handteknir eftir að hafa reynt að hindra störf lögreglunnar í Kópavogi í morgun. Lögreglan segir mennina hafa haft uppi grófar hótanir, hrækt á lögreglumenn, barið og sparkað í lögreglubíla og reynt ítrekað að frelsa handtekinn mann.