Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Eþíópía: Stjórnarherinn ræðst inn í Mekele

28.11.2020 - 12:59
This image made from undated video released by the state-owned Ethiopian News Agency on Monday, Nov. 16, 2020 shows Ethiopian military gathered on a road in an area near the border of the Tigray and Amhara regions of Ethiopia. Ethiopia's prime minister Abiy Ahmed said in a social media post on Tuesday, Nov. 17, 2020 that "the final and crucial" military operation will launch in the coming days against the government of the country's rebellious northern Tigray region. (Ethiopian News Agency via AP)
Skriðdrekar og liðsflutningabílar Eþíópíuhers við mörk Tigray Mynd: ASSOCIATED PRESS - Ethiopian News Agency
Stjórnarherinn í Eþíópíu réðist í morgun inn í Mekele, höfuðborg Tigray-héraðs í norðurhluta landsins. Abiy Ahmed forseti Eþíópíu hafði hótað þessu um nokkurra daga skeið en átök hafa staðið yfir í héraðinu í rúmar þrjár vikur.

Talsmaður héraðsstjórnar Tigray-héraðs segir að ráðist hafi verið inn í miðborg Mekele með þungvopnum og stórskotaliði, og tveir starfsmenn mannúðarsamtaka sem þar eru staddir hafa staðfest það.

Hundruð manna hafa fallið í þessum átökum og yfir fjörutíu þúsund flúið yfir til Súdan. Engar viðræður um frið hafa átt sér stað ennþá.