Að skunda skakkur bara nógu grýttan veg

Mynd: RÚV / RÚV

Að skunda skakkur bara nógu grýttan veg

28.11.2020 - 13:32

Höfundar

Söfnunarþáttur fyrir SÁÁ verður sýndur 4. desember á RÚV. Fram að því verður boðið upp á lag dagsins þar sem valinkunnir listamenn sýna góða takta. Lag dagsins að þessu sinni er Týndu ekki stefnunni með Bjartmari Guðlaugssyni.

Í söfnunarþættinum verða málefni SÁÁ og staða málaflokksins í þjóðfélaginu rædd og fé safnað til styrktar samtökunum. Einnig verður boðið upp á tónlistar- og skemmtiatriði. Umsjón hafa Sigmar Guðmundsson og Björg Magnúsdóttir. Fram koma, meðal annarra Bubbi, Hr. Hnetusmjör, Sigga og Grétar og Mezzoforte.

Tilgangur söfnunarinnar er að stytta biðlistana en nú bíða 540 manns eftir aðstoð frá SÁÁ. Í þættinum verður fjallað um áfengis- og vímuefnafíknina út frá sjónarhóli sjúklingsins en ekki síður aðstandenda.

Tengdar fréttir

Tónlist

Lag dagsins: Ég fann ást

Tónlist

„Fjallar fyrst og fremst um ofbeldi“

Tónlist

„Þöggun yfir ofbeldi er að viðhalda ofbeldi“