21 greindist með kórónuveirusmit í gær. 13 þeirra voru í sóttkví. Nýgengi heldur áfram að hækka eftir að hafa lækkað mikið. Það er nú komið í tæp 37 smit á hverja hundrað þúsund íbúa síðustu tvær vikur. Tæplega 200 eru í einangrun með virkt smit og 618 í sóttkví.