Þórir Hergeirsson segir þó í samtali við norska miðla að hann hafi ekki verið sáttur með frammistöðu Noregs í leiknum þrátt fyrir sigurinn. Camilla Herrem var markahæst á vellinum en hún skoraði sjö mörk fyrir Noreg.
EM kvenna í handbolta hefst þann 3. desember og mun keppnin öll fara fram í Danmörku. Upphaflega ætlaði Noregur að halda mótið með Dönum en vegna Covid-19 þurftu Norðmenn að gefa mótið frá sér.
EM hefst 3. desember og lýkur með úrslitaleik þann 20. sama mánaðar. Tugir leikja mótsins verða í beinni útsendingu á RÚV og RÚV 2.