Bæði lið voru um miðja deild fyrir leikinn. Allt stefndi í markalaust jafntefli en þegar tvær mínútur voru til leiksloka tókst Callum Wilson að koma Newcastle í forystuna eftir sendingu frá Joelinton.
Joelinton sá svo um að innsigla 2-0 sigur sinna manna á 90. mínútunni. Newcastle komst með sigrinum upp fyrir Crystal Palace, Newcastle er nú í 10. sætinu en Crystal Palace í því 13.