Mikkelsen úthrópaður af aðdáendum Depps

epa07121455 Danish actor Mads Mikkelsen poses for the photographers after being awarded with the Evolution Vision Award during the Evolution Mallorca International Film Festival in Palma de Mallorca, Balearic Islands, Spain, 26 October 2018. The event runs from 25 to 31 October.  EPA-EFE/CATI CLADERA
 Mynd: EPA

Mikkelsen úthrópaður af aðdáendum Depps

27.11.2020 - 11:22

Höfundar

Fréttir um að Mads Mikkelsen eigi að ganga í hlutverk Johnnys Depps í kvikmyndaflokkinum Fantastic Beasts hafa farið öfugt ofan í aðdáendur Depps, sem úthrópa Mikkelsen sem svikara og fábjána.

Miður falleg ummæli hrundu í hundraðavís inn á Instagram-síðu dönsku stórstjörnunnar eftir að tilkynnt var að hann tæki við hlutverki illmennisins Grindelwalds í þriðju Fantastic Beasts kvikmyndinni. Danska dagblaðið Politiken greinir frá þessu

Johnny Depp var gert að segja sig frá hlutverkinu eftir að meiðyrðamáli hans gegn breska götublaðinu The Sun var vísað frá. Depp krafðist skaðabóta vegna fullyrðinga blaðsins um að hann hefði beitt fyrrverandi konu sína, Amber Heard, ofbeldi.

Vonsviknir aðdáendur Depps hafa einnig gripið til vopna á Twitter og kalla margir hverjir eftir því að myndin verði sniðgengin og vara Mikkelsen við því að taka við hlutverkinu. „Ég kann vel við þig sem leikara, en þú ættir að styðja Johnny Depp en ekki þessa kvikmynd,“ segir einn. „Þú ert þvílíkur fábjáni, að taka við hlutverki einhvers sem hefur verið ranglega sakaður um ofbeldi meðan það var hann sjálfur sem varð fyrir ofbeldi,“ segir annar og: „Ég vara þig við: haltu þig fjarri Warner Bros.“

epa05329505 (FILE) A file picture dated 04 September 2015 shows US actor/cast member Johnny Depp (R) and his wife US actress Amber Heard arriving for the premiere of 'Black Mass', at the 72nd annual Venice International Film Festival, in Venice,
 Mynd: EPA - ANSA / EPA FILE
Amber Heard og Johnny Depp.

Aðdáendur Depps hafa að síðustu einnig beint spjótum sínum að Amber Heard. Á lista, þar sem þess var krafist að leikkonan yrði rekin úr hlutverki sínu í Aquaman 2, safnaðist meira en milljón undirskrifta og á annan slíkan, þar sem þess er krafist að Depp verði aftur ráðinn í hlutverk sitt í Fantastic Beasts, hafa safnast meira en 150.000 undirskriftir.

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Mads Mikkelsen verður fólið Grindelwald í stað Depps

Kvikmyndir

Réttarhöldum í máli Johnny Depp gegn The Sun lokið

Kvikmyndir

Best að vinna við kvikmyndir á Íslandi

Mannlíf

Amber Heard sakar Johnny Depp um svik