Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, kveðst vera reiðubúinn að láta af embætti eftir að ný stjórnarskrá hefur verið samþykkt. Ríkisfréttastofan Belta greinir frá þessu í dag. Ekki kemur fram í fréttinni hvenær útlit er fyrir að það geti gerst.