Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Ellefu milljón minkum fargað í Danmörku

27.11.2020 - 16:59
epa08803326 Minks that were put down are transported to machines to further process them, at the mink fur farm which consists of 3000 mother minks and their cubs on their farm near Naestved, Denmark, 06 November 2020. The furs are stored in three freezers before selling them, as the minks on their farm are not affected by corona and there have been no corona cases in mink on Zealand and Funen. Mink farms throughout Denmark have been ordered by the government to cull all animals to prevent the spread of a new discovered mutated coronavirus.  EPA-EFE/Mads Claus Rasmussen  DENMARK OUT
 Mynd: EPA-EFE - Ritzau-Scanpix
Búið er að lóga ellefu milljónum minka í Danmörku sem höfðu smitast af kórónuveirunni eða hætta var á að smituðust. Matvælastofnun landsins tilkynnti þetta í dag.

Dýrin voru frá 288 búum á Jótlandi þar sem smit kom upp og frá 446 búum til viðbótar á hættusvæðum. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir Henning Knudsen deildarstjóri að á síðustu mánuðum hafi COVID-19 smitast hratt á milli minkabúa. Því sé ánægjulegt að tilkynna að öllum dýrum sem voru í áhættuhópi hafi verið fargað.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV