Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Baka jólakökur, sörur, rúgbrauð og kleinur í sólarhring

27.11.2020 - 19:44
„Ég held að við förum þetta á góða skapinu,“ segir Eva Michelsen, formaður afmælisnefndar Kvenfélagasambands Íslands og ein þeirra sem nú baka jólakökur, sörur, kleinur og hverabakað rúgbrauð í heilan sólarhring sólarhring í tilefni 90 ára afmælis sambandsins.

Konurnar baka í heilbrigðisvottuðu iðnaðareldhúsi og segjast  litlar áhyggjur hafa af gæðum bakstursins þó þær verði að baka í heilan sólarhring. „Koffínið heldur okkur vakandi,“ sagði Sólveig Ólafsdóttir ein kvennanna.

Þessu til viðbótar taka konur víða um land þátt með svokölluðum fjarbakstri.

Tilgangur sólarhringsbakstursins er að styðja við söfnunina Gjöf til allra kvenna á Íslandi. Söfnunin hefur staðið allt árið í tilefni 90 ára afmælis Kvenfélagasambands Íslands og þar er safnað fyrir tækjakosti og hugbúnaði þeim tengdum, þ.e. rafrænar tengingar við sérfræðinga kvennadeildar LSH og þannig stuðlað að bættri heilsuvernd kvenna um land allt.   

 

 

solveigk's picture
Sólveig Klara Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV