Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

20 smit í gær og rúmlega helmingur ekki í sóttkví

Mynd með færslu
 Mynd: Almannavarnir
20 greindust með kórónuveiruna í gær og var rúmlega helmingur þeirra, eða 11 ekki í sóttkví. Þetta er mesti fjöldi smita síðan 10. nóvember. Nýgengi hækkar aftur og er nú tæp 36 smit á hverja hundrað þúsund íbúa síðustu tvær vikur. Þrír greindust með veiruna á landamærunum. Sóttvarnalæknir varaði við því í gær að faraldurinn væri aftur að ná sér á strik.
 
freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV