Körfuboltalandsliðið mætir Lúxemborg klukkan 15:00 í Bratislava í Slóvakíu í undankeppni HM 2023. Þetta verður þriðji leikurinn í riðlinum hjá Íslandi. Áður hafði Ísland unnið Slóvaka en tapað fyrir Kósóvó. Tvö efstu lið riðilsins komast á næsta stig undankeppninnar, en lokakeppni HM verður svo haldin í Indónesíu, Japan og á Filippseyjum 2023.
Tvöfaldur leikdagur hér í Slóvakíu í dag!
Strákarnir í körfunni senda stelpunum í kvennalandsliðinu í fótbolta @footballiceland hér í Bratislava baráttu kveðjur !!!#korfubolti pic.twitter.com/5zb6OiK6rz
— KKÍ (@kkikarfa) November 26, 2020
Kvennalandsliðið í fótbolta mætir svo heimakonum í Slóvakíu í bænum Senec í Slóvakíu. Það verður næstsíðasti leikur Íslands í undankeppni EM 2022. Sigur í leiknum kemur Íslandi í afar góða stöðu í að komast í lokakeppni EM sem verður haldin í Englandi. Lokaleikur Íslands í undankeppninni verður svo á móti Ungverjalandi 1. desember.
RÚV sýnir báða landsleiki beint í dag. Körfuboltalandsleikinn klukkan 15 og fótboltalandsleikinn klukkan 17.