Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Minnst átta drukknuðu við strönd Lanzarote

26.11.2020 - 04:30
epaselect epa08840669 Members of the emergency services transfer a body as they continue the search of missing migrants after 27 migrants were rescued after their small fishing boat sank off the coast in Lanzarote, Canary Islands, Spain, 25 November 2020. A total of 27 people have been rescued alive while eight bodies have been found from the group of 37 migrants that are believed were traveling on board the fishing boat. Rescue services continue searching the area.  EPA-EFE/JAVIER FUENTES FIGUEROA
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Minnst átta fórust þegar bát fullum af flótta- og förufólki hvolfdi skammt frá strönd Kanaríeyjunnar Lanzarote á þriðjudag. Tuttugu og átta var bjargað í land, nokkurra er enn saknað en ekki vitað með vissu hversu mörg þau eru. Fjögur lík fundust strax á þriðjudag og fjögur til viðbótar í gær, miðvikudag. Bátnum hvolfdi rétt áður en hann náði landi í sjávarplássinu Orzola á norðurodda Lanzarote.

Sjóleiðin frá Marokkó til Kanaríeyja er tiltölulega stutt og því var hún lengi giska vinsæl meðal þeirra sem freistuðu þess að flýja fátækt og stríð í Afríku og komast til fyrirheitna landsins í Evrópu. Þótt sjóleiðin frá Marokkó til Kanaríeyja sé tiltölulega stutt þykir hún nokkuð hættuleg og 2006 juku spænsk yfirvöld eftirlit í kringum eyjarnar til muna.

Dró þá töluvert úr tilraunum fólks til að fara þessa leið, en eftir að kórónaveirufaraldurinn skall á hefur þeim fjölgað á ný. Um 18.000 flóttamenn og hælisleitendur hafa komið til Kanaríeyja frá Afríku það sem af er þessu ári, en voru innan við 2.000 allt árið í fyrra.