Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Lokasóknin að hefjast í Tigray

26.11.2020 - 08:01
epa08842824 (FILE) - The then leader of the 'Oromo Peoples Democratic Organization' (OPDO), now Prime Minister Abiy Ahmed looks on during a news conference in Aba Geda, Ethiopia, 02 November 2017 (reissued 26 November 2020). Ethiopia's prime minister announced on 26 November that the army has been ordered to move on the Tigray regional capital after the end of a 72-hour ultimatum to the region's leaders to surrender.  EPA-EFE/STR
Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, segir stjórn sína „beita því valdi sem þörf er á“ í baráttunni gegn vígaferlum þjóðarbrota í landinu.  Mynd: EPA-EFE - EPA
Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, fyrirskipaði í morgun hernum að hefja lokasóknina gegn uppreisnarmönnum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins.

Forsætisráðherrann sendi frá sér tilkynningu þess efnis skömmu eftir að rann út sá frestur sem uppreisnarmönnum var gefinn til að gefast upp. Hann sagði að hernum hefði verið skipað að hefja þriðja og síðasta áfanga þeirra aðgerða sem hófust snemma í þessum mánuði.

Áhersla væri lögð á að verja almenna borgara og reynt yrði að komast hjá mikilli eyðileggingu í Mekele, höfuðstað Tigray. Markmiðið væri að handsama forystumenn Þjóðfrelsisfylkingarinnar TPLF og sækja þá til saka. Eþíópíski herinn segist vera búinn að umkringja Mekele.