Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Engin þyrla tiltæk en varðskip komin út á sjó

Mynd með færslu
 Mynd: Landhelgisgæslan - RÚV
Engin björgunarþyrla er tiltæk hjá Landhelgisgæslunni eins og stendur. Ef fólk lendir í neyð á landi þarf að treysta á björgunarsveitir og lögreglu. Gæslan hefur sem betur fer ekki þurft á þyrlu að halda í dag.

Engin björgunarþyrla í notkun á landinu eins og er

Gró er eina þyrlan sem er núna í notkun hjá Landhelgisgæslunni. Hún er í reglubundinni skoðun. Þá er farið yfir hana alla og gengið úr skugga um að allt sé eins og það á að vera.

Gæslan á aðra þyrlu sem heitir Eir. Hún er í stórri skoðun. Ekki var búið að ljúka við skoðunina þegar flugvirkjar fóru í verkfall. Hún getur því ekki flogið eins og er. Ef verkfallið leysist ekki getur Gró ekki heldur flogið eftir 12. desember.

Georg Lárusson er forstjóri Landhelgisgæslunnar. Hann segir að ekki sé hægt að fá lánaðar björgunarþyrlur á þessum árstíma. Danski herinn á Grænlandi hjálpi stunum til. Núna verði þyrlur hersins að vera til taks á Grænlandi. Það er ekki hægt að fá þær sendar hingað.

Ef slys verða á landi er ekki hægt að treysta á þyrlu Gæslunnar. Lögregla og björgunarsveitir verða þá að koma til bjargar.

Varðskipin Þór og Týr fyrir norðan og sunnan land

Þór og Týr, varðskip Gæslunnar eru farin á sjó. Þau verða til taks ef eitthvað kemur fyrir úti á sjó.

Týr verður við Vestmannaeyjar og getur komið til aðstoðar suðvestur af Íslandi. Þór verður fyrir norðan landið ef á þarf að halda.

Flugvirkjar í verkfalli

Flugvirkjar fara yfir flugvélar og þyrlur og sjá um viðhald á þeim. Flugvirkjar Gæslunnar fóru í verkfall 5. nóvember. Viðræður um nýjan kjarasamning fyrir flugvirkja hafa ekki gengið vel. Ekki hafa borist fréttir af samningafundi sem haldinn var í dag.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er dómsmálaráðherra. Hún hefur sagt að það komi til greina að stöðva verkfall flugvirkja með lögum. Það hefur þó ekki verið ákveðið enn.