Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Búa til brauð úr bjórhrati

26.11.2020 - 15:30
Mynd: Magnús Atli Magnússon / RÚV/Landinn
„Hvatinn var að Breiðdalshreppur var í verkefninu Brothættar byggðir og var verið að leyta að nýjum atvinnutækifærum, og síðan hefur matvælaframleiðsla, já og fullvinnsla landbúnaðarafurða alla tíð verið mér mikil ástríða,“ segir Guðný Harðardóttir, sauðfjárbóndi á Gilsárstekk í Breiðdal og eigandi matvælavinnslunnar Breiðdalsbita á Breiðdalsvík.

Markmið Guðnýjar með stofnun breiðdalsbita var að skapa meiri verðmæti úr sínum afurðum og um leið að skapa atvinnutækifæri í sveitarfélaginu.

„Núna í maí náði ég að ráða inn starfsmann og hann hafði áhuga á að fara að baka og fá þannig meiri framlegð út úr aðstöðunni. Við ákváðum líka að nýta okkur það að það er bruggsmiðja í sama húsi og Breiðdalsbitinn þannig að við höfum verið að bjóða upp á brauð bakað úr bjórhrati og ýmislegt fleira íþeim dúr,“ segir Guðný.

gislie's picture
Gísli Einarsson